Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

36. fundur 23. nóvember 2020 kl. 12:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Karl Jónsson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sara Arnbro
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Þórir Níelsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2021 - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd - 2010022
Karl formaður bauð fundarmenn velkomna til fundar og bað Sigríði ritara um að rita fundargerð. Stefán skrifstofustjóri kynnti fyrir nefndinni fjárhagsstöðu og horfur sveitarfélagsins en f.o.f. vegna ástands sem kórónaveiran hefur valdið hafa tekjur þess minnkað og fjárútlát aukist frá því sem áætlað var árið 2020. Óvissuástand ríkir enn þó svo menn sjái jákvæðar breytingar í kjölfar bóluefnis við veirunni sem liggur ekki fyrir hvenær verður aðgengilegt.

Þá fór Stefán yfir fjárhag nefndarinnar og liði sem tilheyra málaflokknum. Stærstu breytingar ársins eru þær að Atvinnuþróunarfélag Eyfirðinga hefur verið lagt niður og sá málaflokkur fer út sem liður hjá nefndinni (starfsemin færist yfir í Samtök sveitarfélaga á Norðausturlandi og falla undir yfirstjórn) og stofnað var til nýs liðar í ár sem varðaði átaksverkefni tengt sumarvinnu ungmennanna okkar í sveitarfélaginu þar sem ríkið kom á móts við þann kostnað að hluta.

Áður nefnt átaksverkefni ásamt kostnaði við Handverkssýningu sem var ekki haldin og þar með engar tekjur sem komu á móti þeim kostnaði eiga stærstan þátt í fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 sem lá fyrir nefndinni að upphæð 2.460þ. Má þar kenna kórónuveirufaraldrinum um og ætti vonandi ekki að koma til á næsta ári. Nefndarfólk samþykkti samhljóða fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2020.

Stefán kynnti fyrir nefndinni tillögu að fjárhagsramma nefndarinnar vegna ársins 2021. Margir liðirnir eru bundnir í samningum og nefndin hefur lítið um það að segja. Heildarpakkinn er talsvert minni á komandi ári enda ekki gert ráð fyrir öðru eins ári til áhrifa á fjárhaginn eins og árið 2020. Tillaga fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða af nefndarfólki.

Formaður nefndarinnar þakkaði fólki fundarsetuna, stefnan er tekin á næsta fund á nýju ári. Fleira ekki gert og fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?