26. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 30. október 2018 og hófst hann kl. 12:00.
Fundinn sátu:
Karl Jónsson, Tryggvi Jóhannsson, Sara Arnbro, Sigríður Bjarnadóttir, Þórir Níelsson, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Karl Jónsson formaður.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun 2019 - Landbúnaðar- & atvinnumálanefnd - 1810040
Farið yfir fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2019, margir liðanna bundnir og tengdir samningum. Rætt um að efla sýnileika og upplýsingar um sveitina og mikilvægi þess að upplýsingar séu réttar og uppfærðar. Áætlunin samþykkt samhljóða.
2. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Sveitarstjóri kynnti fyrir nefndinni sértækt markaðsverkefni: "Eyjafjarðarsveit, markaðs- og kynningarmál" með það að markmiði að kynna sveitarfélagið og SVÓT greina (styrkleika- veikleika- ógnana og tækifærisgreining).
Nefndin samþykkti að veita 400.000 krónum til verkefnisins sem tekið yrði af lið 1361 í fjárhag ársins 2018. Verkefnið hæfist sem fyrst og lokaniðurstaða þess verði kynnt fyrir nefndinni á næsta fundi hennar sem fyrirhugaður er 12. des. næstkomandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30