Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

22. fundur 30. nóvember 2016 kl. 09:00 - 09:00 Eldri-fundur

22. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 29. nóvember 2016 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson formaður, Helga Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sigmundur Rúnar Sveinsson aðalmaður, Halla Hafbergsdóttir aðalmaður og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Halla Hafbergsdóttir .

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun landbúnaðar- og atvinnumálanefndar 2017 - 1611045
Nefndin gerir ekki athugasemdir við fjárhagsramma nefndarinnar.

2. Umsókn um leyfi til búfjárhalds-Finnastaðabúið - 1604007
Samþykkt án athugasemda.

3. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - stefnumótun - 1611012
Nefndin hafnar fjárstyrk til ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar, til að mismuna ekki atvinnugreinum innan sveitafélagsins.
En nefndin er tilbúin til að hefja viðræður um samstarfssamnings milli félagsins og Eyjafjarðarsveitar.
Nefndin samykkir að skipa eftirtalda í vinnuhóp til að vinna að stefnumótun í ferðamálum í tengslum við vinnu við aðalskipulag.

Halla Hafbergsdóttir fulltrúi atvinnumálanefndar - formaður
Fulltrúi tilnefndur frá ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar
Fulltrúi tilnefndur frá stjórn handverkshátíðar

Vinnuhópurinn skal skila vinnu ekki síðar en í lok febrúar 2017.

4. Kýrin í merki Eyjafjarðarsveitar - 1603026
Nefndin ræddi tillögu sem barst um að setja kýr í merki Eyjafjarðarsveitar. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta merki sveitafélagsins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?