Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

18. fundur 24. október 2014 kl. 15:03 - 15:03 Eldri-fundur

18. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 24. október 2014 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson formaður, Helga Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sigmundur Rúnar Sveinsson aðalmaður, Halla Hafbergsdóttir aðalmaður, Gunnbjörn Rúnar Ketilsson aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halla Hafbergsdóttir.

Dagskrá:

1. 1407008 - Beiðni um veggirðingar og bann við lausagöngu búfjár í Sölvadal
Bréf dags. 11. júlí 2014 frá ábúendum á Eyvindarstöðum í Sölvadal tekið fyrir þar sem óskað er eftir að lausaganga búfjár verði bönnuð í Sölvadal og Eyjafjarðarsveit sjái til þess að girt verði meðfram veginum frá landamerkjum Seljahlíðar að landamerkjum Eyvindarstaða og Draflastaða.

Landbúnaðar-og atvinnumálanefnd leggur til við sveitastjórn að fela sveitastjóra að leita eftir áliti ráðgjafa um framkvæmd búfjársamþykktar Eyjafjarðarsveitar í Sölvadal.

2. 1407007 - Krafa um ráðstafanir til að koma í veg fyrir að lög og reglugerðir um búfjárhald verði brotin
Bréf dags. 30. júní 2014 umbjóðanda Valgarðs Snæbjörnssonar á Þormóðsstöðum þar sem farið er fram á að Eyjafjarðarsveit grípi til ráðstafana vegna lausagöngu búfjár í Sölvadal.

Landbúnaðar-og atvinnumálanefnd leggur til við sveitastjórn að fela sveitastjóra að leita eftir áliti ráðgjafa um framkvæmd búfjársamþykktar Eyjafjarðarsveitar í Sölvadal.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:05

 

Getum við bætt efni síðunnar?