Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

16. fundur 18. mars 2014 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur

16. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 17. mars 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, þórir Níelsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Arna Baldvinsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1.     1403019 - Málefni Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
Karl Jónsson formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar mætti á fundinn og kynnti málefni ferðamálafélagsins.
Ferðamálafélagið leggur til að sveitarfélagið kanni með félaginu hvort raunhæft sé að á svæðinu verði boðið upp á heilsutengda ferðaþjónustu, Cittaslow-vottun sveitarfélagsins og sérstaka heimasíðu fyrir ferðaþjónustuna. þá óskar ferðamálafélagið eftir því að farið verði í stefnumótun sveitarfélasins og ferðaþjónustuaðila.
Nefndin tekur undir að mikilvægt sé að farið sé í stefnumótun og sveitarstjóra falið að ræða við AFE um að leiða slíka vinnu.
         
2.     1103026 - Leiðbeiningarskilti
á fundi nefndarinnar í maí 2011 var samþykkt að styrkja gerð upplýsingaskilta við þjóðveg enda séu skiltin með þjónustumerkjum í samræmi við reglur um umferðarmerki.
Samþykkt að styrkja gerð slíkra skilta um allt að helming kostnaðar en þó að hámarki 50 þús. kr. hvert skilti. Samþykktin gildi þar til annað verður ákveðið.
         
3.     1401002 - Hólakot - umsókn um búfjárhald
óðinn Kristinsson óskar eftir leyfi til búfjárhalds að Hólakoti. Sækir hann um leyfi fyrir búfjártegundir sem ekki hafa verið á jörðinni að undanförnu og því var ákveðið að óska eftir að Matvælastofnun taki út aðstöðuna áður en búfjárleyfi verður veitt.
         
4.     1401003 - Hríshóll - leyfi til búfjárhalds
Elmar vék af fundi við umfjöllun um þennan lið dagskrár.
Hríshólsbúið óskar eftir leyfi til búfjárhalds fyrir nautgripi og sauðfé að Hríshóli. Um áframhaldandi rekstur er að ræða og leyfið veitt.
         
5.     1401010 - Torfur - umsókn um búfjárhald
þórir vék af fundi við umfjöllun um þennan lið dagskrár.
þórir Níelsson og Sara María Davíðsdóttir óska eftir leyfi til búfjárhalds fyrir nautgripi, sauðfé og hænur að Torfum. Um áframhaldandi rekstur er að ræða og leyfið veitt.
         
6.     1403018 - Tjarnagerði - umsókn um leyfi til búfjárhalds
Erindinu frestað vegna ónógra upplýsinga.
         
7.     1103002 - Leiga á landi í eigu sveitarfélagsins
Rætt var um land í eigu sveitarfélagsins og hugsanlega ráðstöfun á því.
Málinu frestað.
  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:40





Getum við bætt efni síðunnar?