Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

4. fundur 17. nóvember 2011 kl. 11:25 - 11:25 Eldri-fundur

4 . fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 16. nóvember 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn  sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, þórir Níelsson, Bjarkey Sigurðardóttir, Jónas Vigfússon, Arna Bryndís Baldvinsdóttir og Stefán árnason.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1111011 - Styrkur vegna skiltagerðar
 árroðinn ehf. óskar eftir styrk vegna skiltagerðar fyrir veitingastaðinn Kaffi Kú að Garði. Búið er að setja upp skiltið og það er ekki í samræmi við reglur sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar 31. maí s.l. Nefndin hafnar því beiðninni en bendir umsækjanda á að hann getur sótt um aftur hyggist hann setja upp skilti í samræmi við reglurnar.
   

2.  1111016 - Málþing um skipulagsmál
 Félag ungra bænda á Norðurlandi sækir um styrk til að halda málþing um skipulagsmál í Eyjafjarðarsveit. ákveðið að veita félaginu 50 þús. kr. í styrk.
   

3.  1111015 - Fjárhagsáætlun 2012
 Gerð var tillaga að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Nefndin hyggst standa að markaðssetningu Eyjafjarðarsveitar og leita eftir samráði við Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar um það málefni.
   

4.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Fjallað var um tillögu að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit og ákveðið að kanna betur lagagrundvöll heimilda sveitarfélagsins sem koma fram í samþykktinni.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:00

Getum við bætt efni síðunnar?