Framkvæmdaráð

156. fundur 20. desember 2024 kl. 13:00 - 13:40 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu efri hæðar - 2412014
Til fundar mættu þeir Sindri B. Hreiðarsson og Hreiðar Hreiðarsson frá B.Hreiðarsson ehf. og Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur.
 
Farið var yfir frávikstilboð B. Hreiðarsson ehf. í verkið en fyrir liggur tillaga að tímalínu frá B. Hreiðarssyni þar sem gert er ráð fyrir að verkið hefjist í apríl 2025 og ljúki í janúar 2027.
 
Framkævmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði að frávikstilboði B. Hreiðarsson ehf. og leggur áherslu á að skipulag verksins verði unnið í nánu samstarfi við stjórnendur í þeirri starfsemi sem framkvæmdin snertir mest.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40
Getum við bætt efni síðunnar?