Dagskrá:
1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu efri hæðar - 2412014
Til fundar mættu þeir Sindri B. Hreiðarsson og Hreiðar Hreiðarsson frá B.Hreiðarsson ehf. Ragnar Bjarnason frá Verkís og Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur.
Farið var yfir frávikstilboð B. Hreiðarsson ehf. í verkið sem gerir ráð fyrir að framkvæmdatími verkefnisins verði lengri, eða út árið 2026.
Ákveðið var að funda aftur föstudaginn 20.desember klukkan 13:00 og fara enn betur yfir forsendur tímaáætlunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:10