Framkvæmdaráð

154. fundur 09. desember 2024 kl. 13:00 - 15:00 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Bjarki Ármann Oddsson skrifstofu- og fjármálastjóri
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu efri hæðar - 2412014
Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur, var við umræður fundarliðar.
 
Farið var yfir tilboð sem bárust í viðbyggingu efri hæðar á Hrafnagilsskóla og verkum því tengdu sem opnuð voru á skrifstofu Verkís þann 11.desember klukkan 2024.
 
Þrjú tilboð bárust frá tveimur aðilum. Kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 663, 1 milljón króna. Tilboð Land og verk reyndist 151% af kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust frá B.Hreiðarssyni, annarsvegar upp á 121% af kostnaðaráætlun og síðan frávikstilboð sem reyndist 116% af kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð þakkar bjóðendum fyrir vinnu við tilboðsgerð og Verkís fyrir undirbúning útboðs og yfirferð tilboða.
 
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við B. Hreiðarsson.
 
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Brynjólfur Árnason, byggingafræðingur, var við umræður fundarliðar.
Framkvæmdaráð fer yfir fjárhagsstöðu framkvæmda, umræða heldur áfram á næsta fundi.
 
3. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir um 1,4 milljörðum í framkvæmdir á áætlunartímabilinu. Stærstu kostnaðarliðir á tímabilinu tengjast nýframkvæmdum viðbyggingar við Hrafnagilsskóla eða um 1,2 milljarðar þar sem lokið verður við framkvæmdir við leikskólabygginguna, viðbyggingu ofan á Hrafnagilsskóla og íþróttamiðstöðina auk þeirra rýma sem breyta þarf í núverandi húsnæði og umhverfi bygginganna. Aðrir liðir gera ráð fyrir fjármagni í gatnagerð Hrafnagilshverfis, hjóla- og göngustíg við Leiruveg, uppbyggingu á nýju gámasvæði, endurnýjun á fráveitu fyrir suðurhluta Hrafnagilshverfis og áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldi á íþróttamannvirkjum.
Þá leggur framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að á tímabilinu verði áfram haldið með sölu eigna sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00
 
Getum við bætt efni síðunnar?