Dagskrá:
1. Framkvæmdir ársins 2024 - 2311014
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda ársins.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmdar með tilliti til fjárhags og verkstöðu. Þá fer framkvæmdaráð yfir stöðu á undirbúningi við útboð ofanábyggingar.
Brynjólfur Árnason byggingastjóri sat fund undir þessum lið.
Framkvæmdaráð fór yfir stöðu bygginga við leik- og grunnskóla en framkvæmdir ganga vel. Framkvæmdaráð ætlar að funda eftir hálfan mánuð til að fara yfir útboðsgögn 3. áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00