Framkvæmdaráð

147. fundur 03. júní 2024 kl. 20:00 - 22:30 Fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Davíð Ragnar Ágústsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
 
Dagskrá:
 
1. Leiga á Dalborg - 2404005
Til fundar mæta gestir frá Dalbjörgu til að ræða leigu á Dalborg.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að greidd verði óuppgerð leiga á geymslu í Dalborg undanfarinna sjö ára og út árið 2024, að upphæð 3.500.000 kr.-. Verði það tekið af óráðstöfuðu eigið fé. Þá verði sveitarstjóra falið að setja upp drög af leigusamning fyrir rýmið á tímabilinu 1.janúar 2025 - 31.desember 2027.
 
2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að næstu áfangar verði boðnir út í einu lagi haustið 2024 og að tekið sé mið af því að verkinu verði að fullu lokið haustið 2026.
 
3. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Farið yfir lista á stöðu framkvæmda tengdum umferðaröryggisáætlun á gatnakerfi í eigu Eyjafjarðarsveitar.
Framkvæmdaráð leggur áherslu á að í sumar verði unnið að sértækum aðgerðum sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins í umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar. Þá verði sett upp umferðarmerki með hraðatakmörkunum 30km á Hrafnatröð strax og sveitarfélagið tekur við veginum og í íbúðargötur þar sem þær merkingar vantar.
 
4. Sala fasteigna - Laugalandsskóli - 2404015
Framkvæmdaráð heldur áfram umræðum um fyrirhugaða sölu Laugalandsskóla og yfirfer verðmat eignarinnar. Sveitarstjóri mun halda aðilum upplýstum sem aðstöðu hafa í húsinu.
 
5. Leiguíbúðir - 2405013
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Skólatröð 13 verði leigð út til eins árs meðan framkvæmdir eru í gangi í næsta nágrenni eignarinnar og þar til gatnagerð og tengingum við það er lokið.
 
6. Hjóla- og göngustígur Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að þjóðvegi 1 - 2405037
Framkvæmdaráð tekur umræðu um möguleika á lagningu hjóla- og göngustígs meðfram Eyjafjarðarbraut eystri frá Miðbraut að hringvegi.
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:30
Getum við bætt efni síðunnar?