Framkvæmdaráð

126. fundur 17. nóvember 2022 kl. 08:00 - 11:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2023 - 2210004
Framkvæmdaráð tekur til umræðu fjárhagsáætlun 2023 og 2024-2026.

Framkvæmdaráð leggur til að við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir um 1.5 milljörðum krónur í framkvæmdum og viðhaldi á áætlunartímabilinu.

Stærstu kostnaðarliðir á tímabilinu tengjast nýframkvæmdum viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.
Aðrir liðir gera ráð fyrir nokkuð viðamikilli gatnagerð á tímabilinu í tengslum við nýtt deiliskipulag Hrafnagilshverfis og mikla aðsókn í lóðir á svæðinu, þá er mikilvægt að fara í endurnýjun á fráveitu fyrir suðurhluta Hrafnagilshverfis á árinu 2024. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldi á íþróttamannvirkjum á áætlunartímabilinu.

Þá þarf að endurnýja íbúð í Skólatröð 7 og farið verði í viðhald á Skólatröð 13. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að leiguverð íbúða sveitarfélagsins verði hækkað og það verði í takt við almennt leiguverð á svæðinu svo rekstur þeirra standi undir sér. Óskað er eftir því að sveitarstjóra sé falið að koma með tillögur að breytingu á verðskrá leiguíbúða.



2. Ástand brúa á Eyjafjarðará við óshólma sunnan Akureyrar - 2210030
Framkvæmdaráð tekur til umræðu erindi frá fyrrum formönnum Léttis. Lagt er til við sveitarstjórn að vel verði tekið í fundarboð, varðandi ástand brúanna, þegar slíkt berst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?