Framkvæmdaráð

120. fundur 11. ágúst 2022 kl. 10:00 - 13:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Kjartan Sigurðsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður Eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri


Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Farið yfir stöðu framkvæmda vegna viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.
Framkvæmdaráð ræðir stöðu framkvæmda en upphaf þeirra dróst vegna grundurnarskilirða á lóðinni. Framkvæmdir eru nú hafnar við sökkla og plötur og lýkur þeim í haust. Innfylling við íþróttamiðstöð verður tekin vorið 2023.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillögur fyrri sveitarstjórnar varðandi tímalínu framkvæmda verði áfram höfð að leiðarljósi og þannig stefnt að því að bjóða næsta áfanga framkvæmdarinnar út svo hann megi fara í gang árið 2023. Framkvæmdaráð óskar eftir því að uppfærð fjármögnunaráætlun verði lögð fyrir sveitarstjórn á næsta fundi.

Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að koma á samstarfshóp með starfsmönnum skólanna og framkvæmdaráði varðandi innréttingar og aðra innanstokksmuni.

2. Staða framkvæmda 2022 - 2208006
Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem áætlaðar eru á árinu 2022.
Sveitarstjóri og forstöðumaður eignasjóðs fóru yfir stöðu framkvæmda.

3. Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2022 - 2208007
Sveitarstjóri kynnir stöðu á hönnun gatnakerfis vegna nýs deiliskipulags Hrafnagilshverfis. Fyrsti hönnunarfundur er áætlaður föstudaginn 12.ágúst. Framkvæmdaráð leggur áherslu á að hönnun ljúki sem fyrst svo mögulegt sé að úthluta lóðum á nýjum svæðum deiliskipulagsins.

4. Gatnagerðargjöld - 2208010
Gatnagerðargjöld tekin til umræðu.
Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundunum.

5. Húsnæðismál leikskólans - 2208008
Mikil aðsókn er á leikskólann Krummakot og stefnir í að biðlisti verði á leikskólann snemma á næsta ári.
Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

Getum við bætt efni síðunnar?