Framkvæmdaráð

116. fundur 11. febrúar 2022 kl. 08:00 - 11:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Til fundarins hafa verið boðaðir forsvarsmenn arkitekta og hönnuða ásamt byggingarstjóra og verður á fundinum farið yfir þau atriði sem út af standa í hönnun viðbyggingar við Hrafnagilsskóla.

Gestir
Garðar Guðnason OG Arkitektar - 08:30
Brynjólfur Árnason Byggingarstjóri - 08:30
Ragnar Björnsson Verkís - 08:30
Á fundinum var farið yfir verktíma hönnunar og var óskað eftir skýringu þess efnis af hverju verkinu væri ekki lokið nú þegar. Hafa flutningur og veikindi spilað þar stærstan hluta undanfarin misseri.

Á fundinum var farið yfir öll helstu atriði hönnunar sem þörf var á að klára svo verkefninu ljúki nú hratt og örugglega.

Ákveðið var að þaki leikskólabyggingarinnar verði lokað með ileiningum enda sé horft til þess að í framtíðinni verði hægt að byggja aðra hæð ofan á bygginguna og skuli því gera ráð fyrir sem minnstum tilkostnaði við það. Þá var ákveðið að þakglugginn skuli vera þannig upp byggður að hann sé einfalt að færa upp um hæð þegar að slíkri framkvæmd kemur.

Ákveðið var að loftaplan skuli eftir fremsta megni vera hefðbundið og kerfisloftaeiningar þannig ná á milli veggja í flestum rýmum.

Framkvæmdaráð óskaði þá eftir því að CLT einingar væru sýnilegar á útveggjum sé það heimilt út frá brunatæknilegu sjónarmiði. Farið var yfir mikilvægi þess að fatahengi og læstar hirslur væru til staðar fyrir starfsmenn og að gert væri ráð fyrir ofnum og góðri loftrætsingu í inngöngum leikskóla.

Framkvæmdaráð óskaði eftir því að skoðað yrði hvort mögulegt væri að halda salernum á neðri hæð við kennarastofur þegar breytingar á neðri hæð fara í framkvæmd og að fá núverandi grunnmynd og hönnun senda á sameinaðri grunnmynd.

Að auki var rætt um snjóbræðslu og mikilvægi þess í kringum neyðarútganga og vagngeymslu. Þá var rætt um lóðina og hvernig skildi vinna út þann hæðarmun sem er á svæðinu. Einnig var farið var yfir ýmis önnur smærri atriði á fundinum.

Arkitekt og hönnuður munu samræma sig um dagsetningu lokaskila og leggja það fyrir á næsta verkfundi, þriðjudaginn 15.febrúar.

2. Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs - 2108005
Sveitarstjóri kynnti drög af samkomulagi við Freyvangsleikhúsið um rekstur Freyvangs. Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar munu boða forsvarsmenn Freyvangsleikhússins til fundar þar sem farið verður yfir drög samkomulagsins og næstu skref rædd.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15

Getum við bætt efni síðunnar?