Framkvæmdaráð

111. fundur 26. ágúst 2021 kl. 10:00 - 11:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs - 2108005
Anna María Hjálmarsdóttir og Jóhanna Ingólfsdóttir mættu á fund framkvæmdaráðs fyrir hönd Freyvangsleikhússins. Á fundinum var velt upp þeirri spurningu hvað yrði um starfssemi Freyvangsleikhússins ef húsið yrði selt og þeim boðið að nýta Laugarborg að einhverju leiti í þess stað og/eða annað húsnæði. Reiknuðu þær með að ef það gerist þá muni starfsemin leggjast af því umfang áhugamannaleikhúss er töluvert meira en bara sýningarnar sjálfar. Veltu þær upp þeirri hugmynd hvort Freyvangsleikhúsið geti tekið yfir rekstur hússins og séð um allt minna viðhald.
Fram kom að ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um að selja húsnæðið en verið er að skoða þann möguleika.

2. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Stefnt er að því að hefja jarðvegsframkvæmdir á svæðinu á næstu vikum og með því kanna grundunarskilyrði fyrir viðbygginguna.

3. Staða framkvæmda 2021 - 2108022
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu framkvæmda ársins 2021.
Frestun varð á því hvenær hægt væri að hefja vinnu við gólf íþróttahússins vegna afhendingatíma efnis sem rekja má til áhrifa Covid, vinna við gólfið hefst mánudaginn 30.ágúst.
Málning á þaki íþróttahúsi var frestað vegna álags á tjaldsvæðinu, þar þarf að spruta þak og var ekki talið ráðlegt að gera það meðan mikið væri af bílum og hýsum á tjaldsvæðinu.
Óvænt atriði sem hafa komið upp eru ástand vatnsrennibrautar og þar þarf að fara í aðgerð til að laga málningarlag. Þá þarf að endurnýja stýringar í sundlauginni og er kostnaður við það áætlaður um 3 milljónir. Þörf er á að laga skemmdir á yfirborði vaðlaugar og hefur verið haft samband við verktaka þess efnis, þar sem yfirborð hennar var endurnýjað fyrir einu ári síðan ber verktaki ábirgð á þeim viðgerðum sem þar liggja fyrir.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?