Framkvæmdaráð

105. fundur 14. apríl 2021 kl. 10:00 - 11:50 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri


Dagskrá:

1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Nýjustu drög af teikningum fyrir skólabyggingu hafa borist framkvæmdaráði og verða á fundinum kynntar fyrir skólastjórnendum og forstöðumanni íþróttamiðstöðvar.

Gestir
Erna Lind Rögnvaldsóttir - 10:00
Kristrún Lind Birgisdóttir - 10:00
Erna Káradóttir - 10:00
Anna Guðmundsdóttir - 10:00
Guðlaugur Viktorsson - 10:00
Hrund Hlöðversdóttir - 10:00
Arkitektar byggingarinnar kynna fyrirlyggjandi drög fyrir fundargestum. Drög verða send á starfsmenn og íbúa í kynningarferli og opið fyrir athugasemdir út sunnudaginn 25.apríl.

2. Skólatröð 2-6 loftræsting - 2104011
Sveitarfélaginu hefur borist ósk um að bæta loftræstingu í íbúðum sveitarfélagsins að Skólatröð 2, 4 og 6.
Forstöðumanni eignasjóðs falið að gera kostnaðaráætlun.

3. TGJ ehf. - Kynning á rauntímateljurum - 2002025
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fjárfesta í rauntímateljara fyrir hjóla- og göngustíginn. Áætlaður heildarkostnaður er 1 milljón króna og tekur Vegagerðin 70% af þeim kostnaði.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50

Getum við bætt efni síðunnar?