Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Framkvæmdaráð fer yfir nýjustu drög hönnunar frá arkitektum.
Framkvæmdaráð tók til umræðu nýjustu drög af teikningum frá arkitektum. Á fundinum var tekið símtal við Garðar Guðnason arkitekt um stöðu hönnunar á efri hæð og samráð við starfsmenn skólanna. Næstu skref eru að senda drög hönnunar til starfsmanna skólanna og bjóða þeim uppá að koma sínum skoðunum á framfæri miðað við þann ramma sem búið er að stilla upp. Í kjölfar þess mun framkvæmdaráð funda aftur.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:30