Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Unnið að grunnforsendum fyrir arkitekta.
Drög af helstu forsendum fyrir nýtt húsnæði leik- og grunnskóla rædd. Sveitarstjóra falið að fara yfir forsendur með skólastjórnendum og koma síðan áfram á arkitekta. Í framhaldinu verður hafist handa við undirbúning íbúafundar.
Samþykkt
2. Fráveita Hrafnagilshverfi - 1803008
Farið yfir næstu skref og staðsetningar á hreinsistöð.
Framkvæmdaráð fór yfir möguleika á endanlegri staðsetningu fráveitukerfis Hrafnagilshverfis og gámasvæðis sveitarfélagsins.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00