Dagskrá:
1. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Áframhaldandi umræða framkvæmdaráðs um uppbyggingu skólahúsnæðis.
Sigurður Gústafsson frá arkitektastofunni OG mætti sem gestur á fundinn en arkitektastofan eru arkitektar Hrafnagilsskóla. Sigurður kynnti starfsemi þeirra og ræddir voru ýmsir möguleikar og hugmyndir varðandi nýja byggingu.
2. Fjárhagsáætlun 2020 - Framkvæmdaráð - 1910013
Fjárhagsáætun 2020 til áframhaldandi umræðu í framkvæmdaráði.
Framkvæmdaráð klárar tillögur fyrir sveitarstjórn af framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020-2023. Stærstu kostnaðarliðir framkvæmdaáætlunar tengjast hönnun nýrrar skólabyggingar, fráveitumálum og gatnagerð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00