Framkvæmdaráð

87. fundur 24. september 2019 kl. 09:00 - 10:45 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson formaður
  • Hermann Ingi Gunnarsson aðalmaður
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1.  Bakkatröð - staða framkvæmda - 1801013

Byggingarfulltrúi hefur lagt fram hugmynd um að reka niður staura á lóð við Bakkatröð 50. Framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndina og leggur til við sveitarstjórn að byggingarfulltrúi hafi umsjón með framkvæmdinni. 

Farið var yfir fráveitumál í Hrafangilshverfi og þá möguleika sem eru í boði. Framkvæmdaráð telur mikilvægt að skoða möguleika varðandi tilfærslu rotþróar í Bakkatröð sem fyrst. 

 

2.  Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017

Framkvæmdaráð fór í vettvangsferð á Dalvík og Sauðárkrók ásamt skólastjórnendum og formanni skólanefndar. Heimsóknirnar voru áhugaverðar og komu fram margar skemmtilegar hugmyndir til dæmis um samkennslu og hönnun skólahúsnæðis. 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?