Framkvæmdaráð

81. fundur 24. janúar 2019 kl. 09:12 - 09:12 Eldri-fundur

81. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 22. janúar 2019 og hófst hann kl. 10:30.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Elmar Sigurgeirsson og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Jón Stefánsson Oddviti.

Dagskrá:

1. Bakkatröð Grundun - 1801031
GV Gröfur hefur lokið við grundun í Bakkatröð og liggja magn og kostnaðartölur fyrir.
Lagt fram til kynningar.

2. Endurskoðun á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis - 1901016
Rætt um stöðu á tilfærslu Eyjafjarðarbrautar vestri og áhrif þess á deiliskipulag. Ýmsar spurningar vakna í tengslum við þjónustusvæði sveitarfélagsins við grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð.

3. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Teikningar af núverandi grunnskóla, leikskóla og sundlaugar lagðar fram til kynningar.
Ýmsir möguleikar ræddir varðandi leikskóla- og grunnskólabyggingar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

Getum við bætt efni síðunnar?