66. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 21. nóvember 2017 og hófst hann kl. 08:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Íþróttamiðstöð - Óskalisti fyrir fjárhagsáætlun 2018 - 1711010
Tekið með umfjöllun um fjárhagsáætlun, sjá lið 2 á dagskrá, mál nr. 1711018.
2. Framkvæmdaráð - Fjárhagsáætlun 2018 - 1711018
Unnið með minnisblöð um liði sem taka þarf tillit til við gerð fjárhagsáætlunar.
Ákveðið að halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.
3. Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla - 1503010
Ekki vannst timi til að fjalla um liðinn. Frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00