Framkvæmdaráð

43. fundur 11. mars 2015 kl. 13:08 - 13:08 Eldri-fundur

43. fundur Framkvæmdaráðs haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 10. mars 2015 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:
Karl Frímannsson sveitarstjóri, Jón Stefánsson formaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius og Davíð Ágústsson.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1503010 - Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla
Norðurorka óskar eftir heimild til að setja upp upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu og vísar í fyrri afgreiðslu á málinu.
Framkvæmdaráð lýsir yfir vilja til að finna aðra lausn á uppsetningu skiltanna.

2. 1503011 - Eignasjóður - verkefnalisti
Lögð var fram skýrsla til kynningar á stöðu framkvæmda hjá Eignasjóði.
Verkefnin eru á áætlun og þau verk sem búið er að vinna eru innan fjárheimilda.
Einnig var lögð fram áætlun um þau verk sem ráðgert er að hefja framkvæmdir við á næstu þremur mánuðum.

Einar Tryggvi Thorlacius og Davíð Ágústsson sátu fundinn undir þessum lið.

3. 1406012 - Lagning ljósleiðara í Eyjafjarðarsveit
Erindið lagt fram til kynningar og ákveðið að afla frekari gagna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:24


_

Getum við bætt efni síðunnar?