Framkvæmdaráð

30. fundur 09. september 2013 kl. 11:15 - 11:15 Eldri-fundur

30. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 5. september 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Einar Gíslason, Jón Stefánsson, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð ágústsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1306011 - Meðferðarheimilið Laugalandi, malbikun á plani og endurnýjun á teppum
 Borist hefur bréf frá Barnaverndarstofu þar sem farið er fram á lagfæringar á bílastæði kvennaskólans og jafnframt að skipt verði um teppi á stigagangi.
Framkvæmdanefnd leggur til að lagfæringar á bílastæði verði gerðar sem fyrst en að ákvörðun um skipti á teppi verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
   
2.  1303015 - Framkvæmdir 2013
 Farið var yfir stöðu framkvæmda og ákveðið að ljúka viðhaldsverkum í Krummakoti, mála áhaldahús, skipta um jarðveg á bílastæði kvennaskólans, setja 30 km hlið inn í Hrafnagilshverfi vestan þjóðvegar og fara í lagfæringar á fráveitu við Skólatröð. öðrum framkvæmdum verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

Getum við bætt efni síðunnar?