Framkvæmdaráð

27. fundur 25. janúar 2013 kl. 09:26 - 09:26 Eldri-fundur

27. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 24. janúar 2013 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Jón Stefánsson, Einar Tryggvi Thorlacius, Davíð ágústsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1301011 - íþróttamiðstöð - endurbætur og viðhald
 Kynntar voru hugmyndir af breytingum á starfsmannaaðstöðu í íþróttamiðstöð þannig að aðstaða fyrir starfsmann eignasjóðs fari í kjallara, ræstikompa verði austan við áhaldageymslu íþróttasalar, forstöðumaður verði vestan við áhaldageymslu og starfsmannaaðstaða þar sem skrifstofa forstöðumanns er í dag.
þá var rætt um lagfæringar á sundlaugarbökkum en ætlunin er að fara í þær í byrjun maí. Sveitarstjóra falið að gera uppkast að samningi við verktaka.
   


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?