21. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 19. október 2012 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Einar Gíslason aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Davíð ágústsson embættismaður og
Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1209023 - Hækkun húsaleigu hjá íbúum Skólatraðar 7, 11 og
13
á fundinn mættu leigjendur í Skólatröð 7, kjallara og 2.hæð og Skólatröð 11, 2. hæð. Lýstu þær
óánægju sinni með fyrirhugaða hækkun á leiguupphæðum þess húsnæðis sem þær leigja.
Farið var í vettvangsskoðun og íbúðir skoðaðar.
ákveðið að gera kostnaðaráætlun vegna lagfæringa á íbúðunum og fjalla um á næsta fundi
framkvæmdaráðs.
2. 1206011 - Nýbygging við Hrafnagilsskóla
Framkvæmdaráð leggur til að því ásamt skólastjóra grunnskóla, aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar og
sveitarstjóra verði falið að hefja þarfagreiningu og undirbúning fyrir hönnun viðbyggingar við grunnskólann.
3. 1206002 - Framkvæmdir 2012
Frestað.
4. 1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
Frestað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45