20. fundur Framkvæmdaráðs haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 15. júní 2012 og hófst hann kl.
16:00.
Fundinn sátu: Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Einar Gíslason aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius
embættismaður, Davíð ágústsson embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1206002 - Framkvæmdir 2012
Farið var yfir framkvæmdir sumarsins. Búið er að framkvæma fyrir um 700 þús. kr. í Laugarborg þó ekki sé byrjað á
þeim framkvæmdum sem eru á áætlun. Framkvæmdaráð leggur til að farið verði í snyrtingu fyrir fatlaða, en framkvæmdum
við hjólastólabraut, timburverk og glugga verði frestað til næsta árs.
Skólastjóri er að flytja af svæðinu og leggur framkvæmdaráð til að farið verði í að skipta um flísar á gólfi
baðherbergis og anddyris og setja hitalagnir í leiðinni. Auk þess verði skipt um útidyrahurð og bílskúrshurð. áætlaður
aukakostnaður um 1 milljón kr.
þá leggur framkvæmdaráð til að vinnulag við útleigu á húsnæði sveitarfélagsins verði þannig að
sveitarstjóri beri ábyrgð á útleigunni, íbúðir verði auglýstar þegar þær losna og starfsfólk
sveitarfélgsins sitji fyrir við útleigu á húsnæðinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00