19. fundur Framkvæmdaráðs haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 8. júní 2012 og
hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu: Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Einar Gíslason aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður,
Einar Tryggvi Thorlacius embættismaður, Davíð ágústsson embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1205016 - Fuglaskoðunarhús við Kristnestjörn
áætlaður kostnaður við að ljúka fuglaskoðunarhúsi og koma því fyrir varanlega við Kristnestjörn er um 400 þús.
kr.
Framkvæmdaráð leggur til að farið verði í framkvæmdina í haust þegar ungar eru komnir á legg. Kostnaður verði greiddur með
lækkun á eiginfé.
2. 1206002 - Framkvæmdir 2012
Farið var yfir stöðu framkvæmda og nú liggur fyrir að kostnaður við Freyvang verði um 600 þús. kr. hærri vegna framkvæmda við
hjólastólaramp heldur en áætlað hafði verið. Framkvæmdum við glugga verði frestað fram á haust.
Búið er að kaupa flísar á anddyri mötuneytis. Flísalögn verði frestað fram yfir áramót.
Lagfæringar við gámavöllur hafa farið fram úr áætlun.
Farið verði í lagfæringar á skólastjórabústað vegna þess að skólastjóri er að flytja.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10