Framkvæmdaráð

17. fundur 27. júní 2012 kl. 11:34 - 11:34 Eldri-fundur

17. fundur Framkvæmdaráðs haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, föstudaginn 13. apríl 2012 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu: Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Einar Gíslason aðalmaður, Jón Stefánsson aðalmaður, Einar Tryggvi Thorlacius embættismaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1204007 - Leigugjald íbúða sveitarfélagsins
Framkvæmdaráð leggur til að leigugjald fyrir íbúðir í Skólatröð 7, 11 og 13 verði hækkað í 700 kr./m². Breytingin taki strax gildi á 2. hæð á Skólatröð 11, en með eðlilegum fyrirvara hjá öðrum.

2. 1202019 - áhaldahús / aðstöðuhús fyrir sveitarfélagið
Rætt var um byggingu áhaldahúss og skólabyggingar í samræmi við minnisblað. Framkvæmdaráð sér ekki ástæðu til að breyta þriggja ára áætlun vegna þeirrar umræðu, en huga þurfi að hönnun skólabygginga í samráði við skólayfirvöld í náinni framtíð.

3. 1202016 - Fjárhagsáætlun 2013 - 2015
Farið var yfir framkvæmdaáætlun og lagt til að framkvæmdir við síðari áfanga skólalóðar, sem áætlað var 2015 færist til 2013 og framkvæmdir við hreystivöll færist til ársins 2015.
Aðrar breytingar ekki lagðar til.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?