Fjallskilanefnd

1. fundur 17. ágúst 2010 kl. 09:26 - 09:26 Eldri-fundur

1 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 16. ágúst 2010 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Guðmundur J. Guðmundsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1.  1008002 - Fjallskil og fjárgöngur 2010
 Farið var yfir uppkast af fjallskilaseðlum. ákveðið að auglýsa eftir hverjir haldi sauðfé og hross heima og leggja á eftir forðagæsluskýrslum að frádregnum þeim fjölda sem gefinn er upp. þá var ákveðið að eftirgjald  í fjallskilasjóð verði kr. 50 fyrir hverja kind og hvert hross sem sleppt er á afrétt. Að öðru leyti verði unnið eftir verklagsreglum sem bókaðar voru hjá atvinnumálanefnd 18. ágúst 2008. Réttardagar á skilaréttum verði auglýstir á heimasíðu sveitarfélagsins. Aukaréttir verði auglýstar á gangnaseðlum.
Fjallskilanefnd leggur til að fyrir haustið 2011 verði Vatnsendarétt endurbyggð á nýjum stað.
Fyrir næst fund liggi fyrir staða fjallskilasjóðs og skýrsla um refa- og minkaeyðingu árið 2010.
   

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:25

Getum við bætt efni síðunnar?