Fjallskilanefnd

41. fundur 21. ágúst 2020 kl. 10:00 - 11:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Birgir H. Arason
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Árni Sigurlaugsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Birgir H Arason formaður

Dagskrá:

1. Fjallskil 2020 - 2008019
Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum sauðfjár fyrir haustið 2020.
Heildarfjöldi fjár sem fjallskil eru lögð á eru 4678.
Heildarfjöldi dagsverka er 408.

Gangnaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og sendir til þeirra sem þess óska.
1. göngur verða 4.-6. september.
2. göngur verða 18.-20. september.

Dagsverk er kr. 12.000.-

Leiðbeiningar hafa borist frá almannavörnum og landsamtökum sauðfjárbænda varðandi COVID-19.
Vegna tilmæla frá Almannavörnum verða smalamennskur og réttir með öðru sniði en venjulega.
Bændum er bent á að kynna sér sérstaklega leiðbeiningar vegna gangna og réttarstarfa sem finna má á www.saudfe.is og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Takmarka þarf fjölda manna frá hverjum bæ sem á fjárvon í Þverárrétt og miðast skal við að ekki verði fleiri en 8 manns frá hverjum bæ, á þetta ekki við börn fædd 2005 og síðar. Öðrum er óheimill aðgangur og verður umferð að réttinni stýrt.
Í öðrum réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 100 manns og ber réttastjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.


Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20

Getum við bætt efni síðunnar?