36. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. ágúst 2018 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Hákon Bjarki Harðarson og Árni Sigurlaugsson.
Fundargerð ritaði: Birgir H. Arason formaður.
Dagskrá:
1. Fjallskil 2018 - 1808008
Nefndin kom saman að undangengum undirbúningi nefndarmanna. Farið yfir og gengið frá gangnaseðlum sauðfjár fyrir haustið 2018.
Heildarfjöldi fjár sem fjallskil eru lögð á eru 5.163
Heildarfjöldi dagsverka er 398
Heildarfjöldi sauðfjár smkv. forðagæsluskýrslu er 5520
Ákveðið var að gangnaseðlar verði birtir á heimasíðu sveitarfélagsins og ekki sendir út á pappír nema til þeirra sem þess óska.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00