27. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. júní 2016 og hófst hann kl. 13:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgir H. Arason formaður.
Dagskrá:
1. 1605001 - Skýrsla um ástand beitilands í Garðsárdal (sunnan ár) og Djúpadal.
Farið yfir bréf og göng frá Náttúrufræðistofnun. Liðurinn gaf ekki tilefni til ályktana.
2. 1606005 - Fjallskil 2016
A: sleppingar
Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013 hefst beitartímabil á sameiginlegt beitarland 10. júní ár hvert en lýkur um göngur á haustin vegna beitar sauðfjár, hefst 20. júní ár hvert en lýkur 1. október sama ár vegna beitar nautgripa, og hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári vegna beitar hrossa. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
Vegna mikilla snjóalaga til fjalla beinir fjallskilanefnd því eindregið til búfjáreigenda um að huga að ástandi gróðurs og hættum áður en búfé er sleppt. Einnig er mælst til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní.
Fjallskilanefnd felur sveitarstjóra að senda þeim landeigendum sem ekki eru búsettir í sveitarfélaginu samþykkt um búfjárhald og gera þeim grein fyrir skyldum þeirra vegna viðhalds girðinga og tilkynningaskyldu varðandi hagagöngu.
B: gangnadagar
Ákveðið að 1. göngur verði 3.-4. september og 10. -11. september. 2. göngur verði 17.-18. september og 24.-25. september. Hrossasmölun verður 30. september og hrossaréttir 1. október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10