24. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 17. ágúst 2015 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Svanhildur Ósk Ketilsdóttir.
Dagskrá:
1. 1507007 - Litli-Hóll - Páll Lárusson Rist - beiðni um undanþágu frá fjallskilum
Ábendingar Páls teknar til greina og dagsverkum raðað niður á öðrum gangnasvæðum. Ekki er veitt undanþága frá fjallskilum nema allt fé sé haldið heima.
2. 1508009 - Fjallskil 2016
Farið yfir búfjártölur á svæðinu og frágangur gangnaseðla undirbúinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.12