22. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 25. nóvember 2014 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Svanhildur Ósk Ketilsdóttir aðalmaður, Orri Óttarsson aðalmaður, Karl Frímannsson sveitarstjóri og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Svanhildur Ósk Ketilsdóttir.
Dagskrá:
1. 1411005 - Fjárhagsáætlun 2015 - fjallskilanefnd
Fyrir árið 2014 verður innheimt eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross samkvæmt búfjárskýrslu nema hjá þeim sem hafa allt fé heima.
Fjallskilanefnd leggur til að eftirgjald verði 65 kr. fyrir árið 2015.
Fjallskilanefnd samþykkir fjárhagsáælun fyrir árið 2015 í samræmi við útgefinn fjárhagsramma.
2. 1411030 - Forðagæsla og búfjáreftirlit
Ólafur Jónsson héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun mætti á fundinn.
Rætt um varnargirðinu milli Rútsstaða og Bringu og aðkomu Mast að þessari girðingu. Ekkert fjármagn er hjá Mast til að viðhalds á varnarlínu girðingum nema á stærstu línunum landsins.
Ólafur gerði einnig grein fyrir fyrikomulagi á skráningu forðagæslu eftir að það hlutverk fluttist yfir til Mast.
Fjallskilanefnd óskar eftir því við sveitarstjórn að kannaðar verði forsendur fyrir því að varnargirðing milli Bringu og Rútsstaða verði aflögð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45