15. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 3. júní 2013 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1305025 - Fjallskil 2013
í tillögu að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit er gert ráð fyrir að sleppa megi sauðfé 10. júní
nema annað sé ákveðið. áhersla er lögð á að girðingar séu gerðar fjárheldar fyrir 10. júní. Nú vorar
seint og því leggur fjallskilanefnd til að sleppingardagur fyrir sauðfé verði 15. júní og stórgripi 22. júní.
Búfjáreigendur eru þó beðnir um að hafa í huga ástand gróðurs áður en búfé er sleppt á úthaga.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
ákveðið er að 1. göngur verði 7. og 8. sept. og aðrar göngur 21. og 22. sept. Hrossasmölun verði 11. okt. og hrossaréttir 12. okt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30