5 . fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 26. apríl 2011 og hófst hann kl.
10:00.
Fundinn sátu:
Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Guðmundur Jón Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1104011 - Fjallskil og fjárgöngur 2011
ákveðið var að
sleppingardagar verði fyrir sauðfé 10. júní og stórgripi 18. júní. þá var ákveðið að mælast til að
girðingar verði komnar í lag 5. júní. Dagsetningar eru ákveðnar með fyrirvara um ástand gróðurs.
þá var ákveðið að gangnadagar vegna sauðfjár verði: fyrri göngur 3. og 4. og 10. og 11. sept. og seinni göngur 17. og 18. sept.
Hrossasmölun verði 7. okt. og hrossaréttir 8. okt., þverárrétt kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13.
ákveðið var að senda þeim landeigendum sem ekki búa í Eyjafjarðarsveit bréf til að minna þá á að gera við
fjallsgirðingar fyrir 5. júní og kynna ný ákvæði í fjallskilasamþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:10