131 . fundur haldinn að Syðra Laugalandi, mánudaginn 8. nóvember 2010 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snæfríð Egilson, Bryndís þórhallsdóttir og Jónas
Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. 1002011 - Tilfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga - Kynningarfundur og boð um
samstarf
Fjallað var um drög, dags. 29. okt. 2010, að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði Eyjafjarðar um þjónustu við fatlaða. í
drögunum kemur fram að tekjuauki vegna þjónustu við fatlaða af útsvarsstofni og úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna
þjónustu við fatlaða skuli renna til Akureyrarbæjar.
Félagsmálanefnd telur að ef svo skuli vera þá þurfi að vera tryggt að Akureyrarbær sjái um alla þjónustu við fatlaða,
þ.m.t. og ferliþjónustu, félagslegan stuðning og liðveislu.
Einnig var fjallað um endurskoðun á samningi um ráðgjafarþjónustu milli Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar, dags. 4.01.2008 og samningi um
stofnanaþjónustu fyrir aldraða milli sömu aðila, dags. 6.07.2004. Samkvæmt þeim samningum þá stjórnar Akureyrarbær þeirri
þjónustu sem veitt er, án aðkomu Eyjafjarðarsveitar, en í drögum að samningi um þjónustu við fatlaða er gert ráð fyrir
þjónusturáði, sem vettvangi samhæfingar og samráðs vegna þjónustu innan svæðisins.
Félagsmálanefnd telur eðlilegt að við endurskoðun á þessum samningum þá verði hugað að því að Eyjafjarðarsveit
eigi aðkomu að samráðsvettvangi á svipaðan hátt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50