Félagsmálanefnd

129. fundur 22. september 2010 kl. 09:23 - 09:23 Eldri-fundur

129 . fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 21. september 2010 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snæfríð Egilson, Bryndís þórhallsdóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Farið var yfir þá jafnréttisáætlun sem er í gildi fyrir sveitarfélagið og var gerð árið 2006. Ný jafnréttislög tóku gildi 2008 og samkvæmt þeim á að samþykkja nýja áætlun á hverju kjörtímabili. Samþykkt að formaður vinni drög að endurskoðun jafnréttisáætlunar og sendi á nefndarmenn fyrir næsta fund.


2.  1002011 - Tilfærsla þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga - Kynningarfundur og boð um samstarf
Rætt var um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitafélaga. Akureyrarbær er tilbúinn til samstarfs við nágrannasveitarfélögin um myndun þjónustusvæðis á grunni þeirrar leiðar sem kölluð er "þjónustusamningur við leiðandi sveitarfélag”.
Félagsmálanefnd leggur til að farin verði sú leið og óskað verði eftir samningaviðræðum við Akureyrarbæ sem fyrst. Nefndin telur æskilegt að stofnaður verði vinnuhópur til að fara yfir gildandi samninga og koma með tillögur um endurbætur.

   
3.  1009018 - Fjárhagsstuðningur
Fjallað var um fjárhagsstuðning til einstaklings og afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:55

Getum við bætt efni síðunnar?