Félagsmálanefnd

108. fundur 11. desember 2006 kl. 00:23 - 00:23 Eldri-fundur

108. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi fimmtudaginn 19. janúar  2006 kl. 20.30

Mættir: ásta Pétursdóttir,  Hrefna Ingólfsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir og Ingjaldur Arnþórsson.



Dagskrá:

1. Umsókn um leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins.
Einn sótti um leiguíbúðina, Ingibjörg Gústavsdóttir, og var umsókn hennar samþykkt.

2. Farið yfir starfsáætlun ársins

Starfsáætlun félagsmálanefndar skoðuð. Ingjaldur tók að sér að vinna uppkast að jafnréttisáætlun. Skoðuðum heimasíðu Eyjafjarðarsveitar m.t.t. félagslegrar þjónustu og ákvörðun tekin um að fara ítarlega í gegn um hana og betrumbæta eftir þörfum.



Fundi slitið kl. 21:30.

Fundargerð ritaði Hrefna Laufey Ingólfsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?