Félagsmálanefnd

103. fundur 11. desember 2006 kl. 00:21 - 00:21 Eldri-fundur

103. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi fimmtudaginn 28 apríl 2005 kl. 20.30

Mættir: ásta Pétursdóttir, Eygló Daníelsdóttir, Hrefna Ingólfsdóttir og Ingjaldur Arnþórsson ásamt Karli Frímannssyni, skólastjóra fyrri hluta fundarins og Guðrúnu Sigurðardóttir, deildarstjóra og Karli Guðmundssyni, sviðsstjóra síðari hluta hans.


Dagskrá:
1. Umfjöllun um málefni barna með félagslegan vanda í Hrafnagilsskóla
2. Kynning á aðkomu fjölskyldudeildar Akureyrar
3. Kynning á Landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Akureyri í maí
4. Framlenging á leyfi dagmóður

Afgreiðsla:


1. Karl Frímannsson fjallaði um málefni barna í skólanum sem falla undir starfsemi nefndarinnar og greindi frá leiðum sem mál fara. Hann lýsti óánægju skólayfirvalda með hve lítið er leitað til þeirra í úrvinnslu mála sem þau hafa vakið athygli á.

2. Guðrún Sigurðardóttir og Karl Guðmundsson greindu frá starfi félagssviðs, útskýrðu starfssemi barnaverndarnefndar og þær leiðir sem barnaverndarmál fara. Rætt var um hvort og þá hvað félagsmálanefnd getur gert til að liðka fyrir gangi mála eða hefja þau. Farið var yfir hvaða úrræði er hægt að nota í barnaverndarmálum, meðferð, stuðningsviðtöl, stuðningsfjölskyldur, greiningarvist, vist í Hlíðaskóla, styrkt fóstur o.s.frv.

3. Framundan er landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga og gert er ráð fyrir fulltrúum sveitarfélaga. Lögð var fram dagskrá fundarins til kynningar. Ekki var tekin ákvörðun um fulltrúa félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar.

4. Nefndin samþykkir umsókn Guðrúnar Maríu Ingvarsdóttur um framlengingu á leyfi sem dagmóðir.


Fundi slitið kl 22.43.

Getum við bætt efni síðunnar?