123. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 25. september 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Hulda M Jónsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir,
Fundargerð ritaði: Hulda Jónsdóttir , formaður félagsmálanefndar
Dagskrá:
1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Samþykkt að fá starfsfólk skrifstofu Eyjafjarðarsveitar til að taka saman upplýsingar um hvaða félagsleg þjónusta er í boði
hjá sveitarfélaginu. Félagsmálanefnd mun nota upplýsingarnar til að útbúa kynningarefni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Stefnt
er að því að það verði aðgengilegt á vef Eyjafjarðarsveitar og einnig útbúinn einfaldur bæklingur.
óskað er eftir því að fulltrúi úr félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar fái að sækja árlegan fund
sviðsstjóra félagssviðs Akureyrarbæjar um framkvæmd samnings um ráðgjafarþjónustu, sbr. 7. gr. Verklagsreglna.
2. 0809025 - Málefni aldraðra
Félagsmálanefnd leggur til að öldruðum og fötluðum íbúum Eyjafjarðarsveitar í sjálfstæðri búsetu, sem ekki geta
annast matseld sjálfir, eigi kost á að fá heimsenda matarbakka virka daga. Hugsanlega má nýta matarbakka frá mötuneyti Hrafnagilsskóla fyrir
þá sem búa þar í nágrenni. Fyrir þá sem búa í of mikilli fjarlægð fá mötuneyti verði reynt að semja
við nágranna um að veita svipaða þjónustu. Lagt er til að maturinn verði seldur á kostnaðarverði.
3. 0809026 - Félagsleg leiguíbúð Reykhús 4a
Fyrirliggjandi umsókn er samþykkt af félagsmálanefnd.
4. 0809020 - Yfirfærsla á félagsþjónustu fatlaðra til sveitarfélaga
Erindi frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________