89. fundur í félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar 26. mars 2003.
Mættir voru undirritaðir auk sveitarstjóra.
1. Erindisbréf
Bjarni kynnti erindisbréf nefndarinnar sem var afgreitt í sveitarstjórn í febrúar síðastliðnum. Rætt var um ýmis verkefni sem nefndin gæti tekið upp á næstunni og fjallað um þjónustusamninga milli sveitarfélaga.
2. Stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar
Rætt var um greinargerðina Stefnuskjal Eyjafjarðarsveitar 2003 -2023. Helst var fjallað um skilgreiningu á starfi vinnuskóla og kynningu nefndarinnar á þjónustu sem fólk á rétt á og er í boði. Engar sérstakar athugasemdir voru gerðar við skjalið.
3. Breytingar á nefnd
Vegna breytinga í nefndinni. María Tryggvadóttir kom inn í stað Eiríks Hreiðarssonar og Eygló Daníelsdóttir tók við sem ritari. Var ákveðið að hafa sveigjanlegan fundartíma.
Fleira ekki rætt.
Eygló Daníelsdóttir
María Tryggvadóttir
Ingjaldur Arnþórsson
Hrefna Ingólfsdóttir
ármann H. Skjaldarson