Félagsmálanefnd

114. fundur 31. maí 2007 kl. 09:45 - 09:45 Eldri-fundur

114. fundur félagsmálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra- Laugalandi, fimmtudaginn 24. maí 2007 kl. 20.00
Mættir: Bryndís þórhallsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir Hulda M. Jónsdóttir, Ingjaldur Arnþórsson og Elín M. Stefánsdóttir.


Dagskrá:

1. Sumarvinna fatlaða
Nefndin samþykkir þátttöku Eyjafjarðarsveitar í atvinnu fyrir fatlaða í sumar á Akureyri og felur jafnframt sveitarstjóra að finna lausn á akstri vegna þessarar vinnu.

2. önnur mál
Ingjaldur óskar eftir lausn frá störfum í nefndinni vegna þess að hann er að flytja í annað sveitarfélag. Nefndin vísar því til sveitarstjórnar að tilnefna nefndarmann í hans stað.

Rætt var um verklagsreglur nefndarinnar og ákveðið að hafa vinnufund fljótlega til að vinna starfsáætlun.

Fundi slitið kl. 21.00
Fundargerð ritaði Elín M. Stefánsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?