Félagsmálanefnd

179. fundur 16. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Sigríður Rósa Sigurðardóttir
  • Hafdís Hrönn Pétursdóttir
  • Rögnvaldur Guðmundsson
Starfsmenn
  • Sandra Einarsdóttir
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir ritari

Dagskrá:

1. Akstursþjónusta - 2009036
Félagsmálanefnd samþykkir samhljóða reglur um akstursþjónustu í Eyjafjarðarsveit og fyrirliggjandi tillögu, í drögum d, að gjaldskrá fyrir akstursþjónustu í Eyjafjarðarsveit. Gert er ráð fyrir að reglurnar og gjaldskráin taki gildi við samþykki sveitarstjórnar.

Sandra Einarsdóttir sat fundinn undir þessum lið.
Samþykkt

2. Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta - 2011029
Erindinu er hafnað í ljósi þess að styrkur er veittur til Aflsins, systursamtaka Stígamóta sem eru í heimabyggð og veita sambærilega þjónustu.
Samþykkt

3. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2021 - 2009002
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Aflsins vegna ársins 2021 að fjárhæð kr. 100.000.
Samþykkt

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning - 2012013
Skýrslan lögð fram til kynningar.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?