Félagsmálanefnd

178. fundur 11. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Jóhannes Geir Sigurgeirsson
  • Sigríður Rósa Sigurðardóttir
  • Hafdís Hrönn Pétursdóttir
  • Rögnvaldur Guðmundsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skristofustjóri
  • Sandra Einarsdóttir
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2021 - Félagsmálanefnd - 2010018
Fjárhagsáætlun ársins 2021. Stefán Árnason fór yfir áætlunina og viðauka ársins 2020. Félagsmálanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um fjárhagsramma. Nefndin samþykkir einnig tillögu að viðaukum ársins 2020.
Félagsmálanefnd samþykkir samhljóða að styrkja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis um 70.000 kr. sem fer af fjárhagsramma nefndarinnar á árinu 2020.
Samþykkt

2. Akstursþjónusta - 2009036
Framhald á umræðu um akstursþjónustu í sveitarfélaginu. Nefndin óskar eftir því að starfsmenn skrifstofu haldi áfram að vinna tillögu að reglum um akstursþjónustu í sveitarfélaginu í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt

3. Heimaþjónusta - 2009037
Félagsmálanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. Gert er ráð fyrir að gjaldskráin taki gildi við samþykki sveitarstjórnar.
Samþykkt

4. Reglur um sérsakan húsnæðisstuðning - 2010031
Félagsmálanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna. Gert er ráð fyrir að reglurnar taki gildi við samþykki sveitarstjórnar.
Samþykkt


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?