Dagskrá:
1. Neyðarkall frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis - 2009025
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis óskar eftir fjárhagslegum stuðning vegna erfiðrar fjárhagstöðu félagsins sem má rekja til efnahagslegra áhrifa Covid-19.
Erindi Krabbameinsfélags Akyreyrar hafnað.
Samþykkt
2. Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða - 2010017
Farið verður yfir rekstur málaflokksins á árinu.
Nefndin fer yfir stöðu málaflokksins sem er innan rekstrarrammans.
Samþykkt
3. Fjárhagsáætlun 2021 - Félagsmálanefnd - 2010018
Félagsmálanefnd ræðir fjárhagsramma nefndarinnar í fjárhagsáætlunargerð.
Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar.
Samþykkt
4. Heimaþjónusta - 2009037
Framhald af umræðu um heimaþjónustu í sveitarfélaginu.
Nefndin óskar eftir að starfsfólk skrifstofu útfæri gjaldskrá varðandi heimsendingu matar í sveitafélaginu skv. þjónustumati í samræmi við umræðu fundarins fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt
5. Akstursþjónusta - 2009036
Framhald á umræðu um akstursþjónustu í sveitarfélaginu.
Afgreiðslu erindisins frestað. Nefndin heldur áfram umræðu um málið á næsta fundi.
Samþykkt
6. Reglur um sérsakan húsnæðisstuðning - 2010031
Nefndin óskar eftir að starfsfólk skrifstofu bæti við grein 9. í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við umræðu fundarins fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30