Félagsmálanefnd

176. fundur 07. október 2020 kl. 16:00 - 17:30 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Jóhannes Geir Sigurgeirsson
  • Hafdís Hrönn Pétursdóttir
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Katrín Júlía Pálmadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir

Dagskrá:

1. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2021 - 2009002
Erindinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar 2021.
Samþykkt

2. Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu - 2008014
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að orlofsprósentan í gjaldskrá heimaþjónustu, sem verði notuð við útreikninga á grunngjaldinu verði 13,04% í stað 11,59%, til að halda samræmi við gildandi kjarasamninga.
Samþykkt

3. Heimaþjónusta - 2009037
Afgreiðslu erindis frestað. Nefndin óskar eftir að starfsfólk skrifstofu sveitarfélagsins kanni hvernig þessari þjónustu er háttað í sambærilegum sveitafélögum.
Samþykkt

4. Akstursþjónusta - 2009036
Afgreiðslu erindisins frestað. Nefndin heldur áfram umræðu um málið á næsta fundi.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30

Getum við bætt efni síðunnar?