Dagskrá:
1. Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða - 1909015
Farið yfir rekstrarstöðu fyrstu mánuði ársins. Formaður fer yfir að líklegt sé að útgjöld muni fara umfram áætlun vegna Covid og vegna heimsendingar á matvörum sem sveitarstjórn hefur samþykkt að bjóða uppá út árið 2020.
Samþykkt
2. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2020 - 1912004
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Aflsins vegna ársins 2020 að fjárhæð kr. 100.000.
Samþykkt
3. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2020 - 1910032
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Kvennaathvarfsins vegna ársins 2020 að fjárhæð kr. 100.000.
Samþykkt
4. Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2020 - 1910033
Erindinu er hafnað í ljósi þess að styrkur er veittur til Aflsins, systursamtaka Stígamóta, sem eru í heimabyggð og veitir sambærilega þjónustu.
Samþykkt
5. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019 - 1903019
Farið yfir stöðu framkvæmdaáætlunar Jafnréttisáætlunar og sveitarstjóri kynnti innleiðingu Jafnlaunavottunar.
Samþykkt
6. Ársskýrsla félagsmálanefndar 2019 - 2002010
Formaður fer yfir drög að ársskýrslu félagsmálanefndar og helstu verkefnum nefndarinnar á árinu 2019. Lokaskýrsla send sveitarstjórn til kynningar.
Samþykkt
7. Barnvæn sveitarfélög - 2003003
Sveitarstjóri kynnti verkefnið Barnvæn sveitarfélög fyrir nefndinni. Nefndin óskar eftir því að sveitarstjóri sendi kynningu þessa efnis á skólana.
Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10