169. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 13. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Linda Margrét Sigurðardóttir, formaður, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir, aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, aðalmaður, Rögnvaldur Guðmundsson, aðalmaður, Sandra Einarsdóttir, embættismaður, Stefán Árnason, embættismaður og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir.
Dagskrá:
1. Kosning ritara - 1809009
Ritari kosinn Hafdís Hrönn Pétursdóttir.
2. Ákvörðun um fundartíma. - 1809007
Fundað eftir þörfum á miðvikudögum kl. 16.
3. Endurskoðun á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu - 1803018
Fjallað var um drög að nýrri gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu. Afgeiðslu frestað til næsta fundar þar sem gjaldskráin verður aftur tekin til umræðu með breytingatillögum nefndarinnar.
4. Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra - 1705015
Frekari umræðu frestað. Nefndin óskar eftir frekari gögnum.
5. Verkefni félagsmálanefndar - 1809008
Farið yfir helstu verkefni félagsmálanefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40